Gummi kíró og Halla skiptust á töskum

Guðmundur og Halla virtust alsæl með skiptin.
Guðmundur og Halla virtust alsæl með skiptin. Samsett mynd

Fullt var út úr dyrum í Ármúla 13 á laugardag þegar Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi opnaði kosningaskrifstofu sína. Ríflega 200 manns litu við í pönnukökur, kaffi og létt spjall um stefnumál og áherslur Höllu í komandi forsetakosningum.

Áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, jafnan kallaður Gummi kíró, var meðal þeirra gesta sem kíktu við í kaffi og pönnukökur til forsetaframbjóðandans. 

Góð taska skiptir öllu máli

Guðmundur, sem sést sjaldan án handtösku, mætti að sjálfsögðu með svörtu Balenciaga-handtöskuna í opnunarkaffið, en hann er mikill aðdáandi franska tískuhússins og sést reglulega klæddur fötum og með fylgihluti frá Balenciaga.

Guðmundur og Halla ræddu ýmis mál og hlógu dátt, en þeim virtist koma vel saman. Þau enduðu gott spjall með bros á vör og töskuskiptum.

Halla afhenti Guðmundi glænýjan fylgihlut, merktan burðarpoka sem gerður var til stuðnings framboði hennar, og fékk hún Balenciaga-handtöskuna í staðinn, enda er góð taska lykilbúnaður í kosningabaráttunni. mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir