Missti sjónar á móður sinni og gekk inn í miðjar tökur

Mariska Hargitay sameinaði mæðgurnar.
Mariska Hargitay sameinaði mæðgurnar. Samsett mynd

Leikkonan Mariska Hargitay, þekktust fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglukonan Olivia Benson í bandarísku spennuþáttaröðinni Law & Order: Special Victims Unit, var við tökur á nýjasta þætti seríunnar nú á dögunum þegar stúlka á leikskólaaldri nálgaðist hana. Stúlkan hafði misst sjónar á móður sinni og bað leikkonuna um aðstoð við að finna hana. 

Stúlkan varð hvorki vör við upptökuvélarnar né tökuliðið og gekk inn í miðjar tökur. Taldi hún Hargitay, sem hefur farið með hlutverk Benson síðustu 25 ár, vera alvöru lögreglukonu, en hún sá glitta í lögreglumerki sem hékk við belti leikkonunnar. Stúlkan nálgaðist Hargitay í almenningsgarði í New York, Fort Tryon Park.

Hargitay óskaði eftir að hlé yrði gert á tökum svo hún gæti hjálpað stúlkunni að finna móður sína, en leitin tók nokkrar mínútur. Stúlkan hljóp rakleiðis í fang móður sinnar um leið og hún kom auga á hana. Leikkonan eyddi dágóðum tíma í að ræða við mæðgurnar og róa taugar þeirra, alveg eins og Benson er vön að gera, áður en tökur hófust að nýju. 

Law & Order: Special Victims Unit hefur verið í loftinu í aldarfjórðung, en þáttaserían var frumsýnd þann 20. september 1999. Af upprunalega leikaraliðinu er Hargitay sú eina sem enn stendur vaktina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar áður en þú leggur af stað. Gakktu á undan með góðu fordæmi og gefðu þeim sem ekki virðast eiga það skilið annan sjens.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir