Ungur faðir hljóp maraþon í minningu barna sinna

Clancy var með nöfn barna sinna á hlaupatreyjunni.
Clancy var með nöfn barna sinna á hlaupatreyjunni. Samsett mynd

Eitt frægasta maraþonhlaup heims, Boston-maraþonið, var haldið í 128. skiptið á mánudag. Fjölmargir hlauparar tóku þátt en ríflega 30.000 manns frá öllum heimshornum voru skráðir til leiks. 

Meðal hlaupara var Bandaríkjamaðurinn Patrick Clancy, 33 ára gamall hlaupari frá Massachusetts. Vakti þátttaka hans mikla athygli viðstaddra en Clancy hljóp í minningu barna sinna sem létust í ársbyrjun síðasta árs. 

Clancy var vel fagnað þegar hann komst í mark og sagði í samtali við fréttamann WCVB að börn sín hafi veitt sér innblástur. Clancy grét þegar hann komst yfir endalínuna.

Ungi hlauparinn safnaði hátt í 11 milljónum íslenskra króna með þátttöku sinni, en öll upphæðin rennur óskipt til barnaspítala Boston. 

Eiginkona Clancy og móðir barnanna, Lindsay Clancy, myrti þrjú ung börn þeirra hjóna og reyndi í kjölfarið að fremja sjálfsvíg. Hún þjáðist af alvarlegu fæðingarþunglyndi þegar hún framdi verknaðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg