„Þetta er ekki það sem þjóðin hefur verið að kalla eftir“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur sterkar skoðanir á því hver lýsir  Eurovison-keppninni fyrir hönd Rúv. Keppnin fer fram í Malmö í Svíþjóð í maí og eftir að fréttir bárust af því að Gísli Marteinn Baldursson myndi ekki lýsa keppninni eins og undanfarin ár stakk Sigmundur Davíð upp á því að Brynjar Níelsson myndi lýsa keppninni. Nú hefur verið greint frá því hver arftaki Gísla Marteins er og kemur það í hlut Guðrúnar Dísar Emilsdóttur fjölmiðlakonu að lýsa keppninni. 

Sigmundur Davíð var gripinn glóðvolgur rétt í þessu þar sem hann var á leið í viðtal í Dagmálum. Þegar hann var spurður að því hvernig honum litist á Guðrúnu Dís sagðist hann ekki hafa neitt á móti henni en benti á að þetta væri ekki það sem þjóðin væri að kalla eftir. 

„Mér líst svo sem vel á kynninn. En þetta er ekki það sem þjóðin hefur verið að kalla eftir,“ sagði Sigmundur Davíð um málið. 

Guðrún Dís er reynslumikil fjölmiðlakona og segist hún hafa fylgst með Eurovison síðan hún var barn. 

„Ég geri mér grein fyr­ir því að ég er að taka við þessu starfi und­ir krefj­andi kring­um­stæðum. Það hafa verið skipt­ar skoðanir um keppn­ina í ár og all­ar eiga þess­ar skoðanir fylli­lega rétt á sér. Ég er á leið til Mal­mö fyr­ir hönd RÚV og ætla að gera mitt besta í að lýsa því sem fyr­ir aug­um ber á stóra sviðinu í maí,“ segir Guðrún Dís. 

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók smá æfingu á dögunum til að hita sig upp fyrir Eurovision-keppnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er ekkert sem heitir að þú verður að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau verk sem þú hefur tekið að þér. Láttu fólk sýna ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir