Brynjar Níelsson lýsir Eurovision með tilþrifum

Brynjar Níelsson sýnir á sér nýja hlið þegar hann kynnir inn atriði Króatíu sem sent var inn í Eurovision í fyrra. Ljóst er að hann er verðugur arftaki Gísla Marteins Baldurssonar, sem kynnir keppninnar í ár.

Brynjar var fenginn til þess að spreyta sig á þessu verkefni í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði til að hann myndi lýsa Eurovision í ár.

Í kjölfar þess að tillagan var borin fram var stofnað til undirskriftasöfnunar á island.is þar sem Brynjar er hvattur til þess að taka verkið að sér. Hafa á annað þúsund manns lýst yfir stuðning við þá tillögu.

Farið var yfir þessa nýju stöðu í Spursmálum í dag þar sem Brynjar er gestur ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu. Viðtalið við þau má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert