Warwick Davis syrgir fráfall eiginkonu sinnar

Samantha Davis er fallin frá.
Samantha Davis er fallin frá. Samsett mynd

Breski leikarinn Warwick Davis, best þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndaseríunni um galdrastrákinn Harry Potter, syrgir fráfall eiginkonu sinnar, Samönthu Davis, leikkonu og stofnanda góðgerðasamtakanna Little People UK. Samantha lést þann 24. mars síðastliðinn, 53 ára að aldri. 

Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Lucasfilm Ltd. sagði Warwick eiginkonu sína hafa verið sinn helsta stuðningsmann og uppáhalds manneskju. 

„Elskuleg eiginkona mín, sálufélagi og ákafur stuðningsmaður alls þess sem ég tók mér fyrir hendur er fallin frá,“ sagði leikarinn. Óvíst er hvernig andlát Samönthu bar að en að sögn Warwick hafði heilsu hennar farið hnignandi síðustu ár. 

Hjónin, sem kynntust árið 1988 við gerð kvikmyndarinnar Willow, voru gift í 33 ár. Saman eignuðust þau tvö börn, Harrison og Annabelle.

Little People UK minntust einnig stofnanda síns á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú virðist vera lag til að fylgja eftir sannfæringu þinni. Yfirmaður þinn eða annar áhrifamikill einstaklingur mun hugsanlega koma þér ánægjulega á óvart í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir