Skilnaðurinn eyðilagði metið

Susan Noles var ein þeirra sem keppti um ástir Gerry …
Susan Noles var ein þeirra sem keppti um ástir Gerry Turner í raunveruleikaseríunni. Samsett mynd

Susan Noles, konan sem gaf saman Gerry Turner og Theresu Nist, parið sem fann ástina í raunveruleikaseríunni The Golden Bachelor, segir skilnað þeirra hafa eyðilagt persónulegt sem og ánægjulegt met.

Hjónin eru þau fyrstu til að skilja af þeim fjölmörgu brúðhjónum sem Noles hefur gefið saman í gegnum árin.

Hjónaband raunveruleikastjarnanna entist ekki lengi, en Turner og Nist greindu frá skilnaði sínum á dögunum eftir aðeins þriggja mánaða hjónaband. 

Fjölbreyttur hópur kvenna yfir fimmtugu keppti um ástir hins 71 árs gamla Turner í nýjustu útgáfu raunveruleikaseríunnar. Noles var á meðal þeirra en hún kvaddi keppnina í fimmta þætti seríunnar. 

„Þeim tókst að eyðileggja metið. Þau eru þau fyrstu til að skilja,“ sagði Noles í gríni við Us Weekly. „Það var virkilega leiðinlegt að heyra um skilnað þeirra en hvorugt var tilbúið að yfirgefa heimili sitt og fjölskyldur,“ útskýrði hún. 

Noles, sem er í góðu sambandi við raunveruleikastjörnurnar, sagði að þau væru á góðum stað og sátt með ákvörðun sína um að skilja. „Ekkert illt er á milli Turner og Nist.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Oft þarf ekki stóra hluti til, heldur að breyta út af vananum. Hægðu á þér. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riely og Lucinda Riley
5
Sofie Sarenbrant