Sigurður Sverrir hlýtur heiðursverðlaun Eddunnar í ár

Heiðursverðlaunahafinn Sigurður Sverrir Pálsson á langan og farsælan starfsferil að …
Heiðursverðlaunahafinn Sigurður Sverrir Pálsson á langan og farsælan starfsferil að baki. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér var bara brugðið. Fyrsta hugsunin var að nú þyrfti ég að fara að halda ræðu og það hinum megin við myndavélina. Ég er ekki vanur að vera þeim megin og er ekkert sérlega hrifinn af því,“ segir Sigurður Sverrir Pálsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, ÍKS, spurður að því hver hafi verið hans fyrstu viðbrögð þegar hann komst að því að hann myndi hljóta heiðursverðlaun ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar í ár. 

Verðlaunaafhendingin fór fram fyrir stundu á Eddunni, íslensku kvikmyndaverðlaununum.

„Það er auðvitað svakalegur heiður að fá þessa viðurkenningu. Þetta kom mér samt á óvart en þegar maður er kominn á þennan aldur þá á maður von á ýmsu en ég átti ekki von á þessu,“ bætir hann við og hlær.

Kvikmyndagerð er samvinna

Sigurður Sverrir, kallaður Sverrir, er búsettur í Danmörku þar sem hann hefur dvalið í um aldarfjórðung. Er hann að eigin sögn búinn að draga sig í hlé í kvikmyndatökum en vinnur hins vegar alla daga við að gera upp gamlar heimildamyndir eftir sig og félaga sína en stefnt er að því að gefa þær allar út aftur.

Þá segist hann sérlega þakklátur fyrir þennan heiður sem honum sé sýndur því um sé að ræða viðurkenningu á heilu lífsstarfi.

„Það verður varla miklu stærra en það. Ég vil þó nefna það sérstaklega að kvikmyndagerðin er samvinna þannig að ég lít svo á að þessi heiður tilheyri líka öllum þeim sem ég hef unnið mest með á ferlinum, í bíómyndunum, heimildamyndunum og öllu öðru efni sem ég hef verið að vinna að. Ekki síst með félögum mínum í Lifandi myndum, þeim Erlendi Sveinssyni og Þórarni Guðnasyni.“

Nánar er rætt við Sigurð Sverri Pálsson á menningarsíðum Morgunblaðsins á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg