Glænýtt lag eftir Lennon og McCartney

Lagið heitir eftir Primrose Hill, einum þekktasta útsýnisstað Lundúnabúa.
Lagið heitir eftir Primrose Hill, einum þekktasta útsýnisstað Lundúnabúa. AFP/ADRIAN DENNIS

Paul McCartney greindi frá því fyrr í kvöld að sonur sinn, James McCartney, hefði gefið út nýtt lag, Primrose Hill, en það sem vekur mesta athygli er að McCartney hinn yngri samdi það með Sean Ono Lennon, syni Johns Lennon. 

Sean Ono Lennon og James McCartney sömdu lagið saman.
Sean Ono Lennon og James McCartney sömdu lagið saman. Ljósmynd/Twitter

Paul og John mynduðu á sínum tíma eitt þekktasta lagahöfundateymi 20. aldarinnar með Bítlunum, en saman eru þeir skrifaðir fyrir um 180 lögum, sem gefin voru út á árunum 1962-1970. 

James McCartney hefur einnig reynt fyrir sér á tónlistarsviðinu, en ekki náð viðlíka árangri og faðir sinn. Hann hefur þó náð að gefa út tvær breiðskífur, sem komu út árin 2013 og 2016. Sean hefur einnig látið til sín taka sem lagahöfundur og flytjandi og getið sér góðan orðstír sem slíkur.

Aðdáendur Bítlanna hafa verið virkir í athugasemdum við færslu James á bæði Twitter og Instagram, og eru margir þeirra á því að þeir séu kátir með að synirnir hafi ákveðið að vinna saman líkt og feður þeirra frægu.

Hlýða má á nýja lagið hér að neðan.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg