Kosningaskrifstofa Vigdísar „opnuð“

Kosningaslagorðið Veljum Vigdísi er komið á glugga húsnæðisins á horni …
Kosningaslagorðið Veljum Vigdísi er komið á glugga húsnæðisins á horni Garðastrætis og Ránargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þeir sem eiga leið um gatnamót Garðastrætis og Ránargötu í Reykjavík þessa dagana myndu við fyrstu sýn halda að Vigdís Finnbogadóttir væri aftur komin í framboð til forseta Íslands.

Svo gott er það nú ekki heldur standa yfir tökur á leiknum sjónvarpsþáttum um Vigdísi Finnbogadóttur. Vesturport framleiðir þættina, undir leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar og Tinnu Hrafnsdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Vigdísi á fullorðinsárum en unga Vigdísi leikur Elín Hall.

Þættirnir hafa verið nokkur ár í undirbúningi og vinnslu. Fjalla þeir um uppvaxtarár Vigdísar og feril hennar fram að kosningunum árið 1980 er hún var fyrst kvenna á heimsvísu lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi.

Þættirnir verða sýndir á RÚV og öðrum helstu sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert