Kepptust um að birta myndir af Vigdísi

Margir frambjóðendur til forseta Íslands óskuðu Vigdísi Finnbogadóttur til hamingju …
Margir frambjóðendur til forseta Íslands óskuðu Vigdísi Finnbogadóttur til hamingju með afmælið í gær. Samsett mynd

Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, varð 94 ára í gær. Margir forsetaframbjóðendur nýttu tækifærið og óskuðu henni til hamingju með afmælið. Nokkrir frambjóðendur birtu sömuleiðis mynd af sér með henni í tilefni dagsins. 

Ásdís Rán Gunnarsdóttir

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir óskaði Vigdísi til hamingju með afmælið. Hún birti samsetta mynd af sér með Vigdísi og benti sérstaklega á að hún og Vigdís væru með sömu hárgreiðsluna. 

Halla Hrund Logadóttir 

Halla Hrund Logadóttir sagði Vigdísi hafa verið fyrirmynd alla tíð. Þá sagðist hún hafa leitað ráða hjá henni við uppbyggingu á verkefninu Stelpur styðja stelpur. Sagði hún einnig að mynd af Vigdísi í Harvard hafa veitt henni kjark. 

Halla Tómasdóttir

Halla Tómasdóttir óskaði Vigdísi til hamingju með daginn. „Held það hafi ekki verið tilviljun að við sem stofnuðum Auði Capital gerðum það óafvitandi (eða ekki?!) á afmælisdegi hennar árið 2007,“ skrifaði Halla meðal annars og birt mynd af sér með Vigdísi. 

Jón Gnarr

Jón Gnarr birti mynd af sér í bleikum jakka með Vigdísi. „Til hamingju með fæðingardaginn þinn yndislega Vigdís,“ skrifaði Jón á Instagram. 

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir segist síðast hafa hitt Vigdísi í Loftskeytastöðinni við Suðurgötu á sýningu um ævi og störf Vigdísar. „Hún ber yfirskriftina „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur“ og ég hvet öll til að heimsækja hana,“ skrifar Katrín og birti mynd af sér og Vigdísi. 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir var 11 ára þegar Vigdís var kjörin forseti Íslands. „Þá sumarnótt, var ég í sveitinni hjá ömmu Línu og þær vinkonurnar, Jóhanna á Arnarhóli og hún, vöktu spenntar yfir sjórnvarpinu. það gerði ég líka því auðvitað fór það ekki fram hjá mér að þetta var merkileg stund,“ skrifaði Steinunn Ólína. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir