Will Smith gerði allt vitlaust á Coachella

Smith tryllti lýðinn á Coachella.
Smith tryllti lýðinn á Coachella. Samsett mynd

Leik- og söngvarinn Will Smith stal senunni á Coachella um helgina þegar hann birtist óvænt á sviðinu klæddur upp eins og Agent J, karakter hans úr kvikmyndaseríunni Men in Black. Smith steig á svið ásamt kólumbíska tónlistarmanninum J Balvin. Saman fluttu þeir titillag fyrstu kvikmyndarinnar sem kom út árið 1997. 

Áhorfendur fögnuðu ákaft þegar Smith, 55 ára, mætti á svið og sýndi og sannaði að hann hefur engu gleymt. Smith rappaði ásamt J Balvin, en atriði kólumbíska tónlistarmannsins var með geimþema. 

Meðal áhorfenda voru eiginkona og sonur Smith, leikkonan Jada Pinkett Smith og rapparinn Jaden Smith. 

Smith hefur haldið sig frá sviðsljósinu í þó nokkurn tíma eða frá því hann fór upp á svið og löðrungaði leikarann Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2022. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Hugkvæmni þín er aðdáunarverð og mun færa þér margan sigurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir