Þorið þið með, undir brúna?

Riley Keough og Lily Gladstone á rauða dreglinum.
Riley Keough og Lily Gladstone á rauða dreglinum. AFP/Jerod Harris

„Hættan býr alls staðar en hún hefur aldrei verið nákvæmlega svona áður.“

Með þessum orðum hefst stiklan fyrir bandaríska spennumyndaflokkinn Under the Bridge. Undir hljómar óþægileg tónlist. Ungrar stúlku hefur verið saknað í litlu samfélagi í þrjá daga og einhver veit eitthvað. Annað getur ekki verið. Hvað átti sér eiginlega stað undir brúnni?

Rannsóknin hefst og stúlkan finnst myrt. Lögreglan nýtur aðstoðar rithöfundar sem þekkir vel til á svæðinu. Hvers vegna? Jú, hún telur sig geta fengið fólk til að segja sér hluti sem það myndi aldrei segja laganna vörðum. Það er eitthvað undarlegt við stúlkurnar þarna, einhver drungi, og í stiklunni tekur til máls maður sem telur sjálfan kölska búa innra með þeim. Hvað varð um sakleysið og hvers vegna njóta stúlkurnar ekki verndar þeirra sem næst þeim standa? Hvern eða hverja er verið að vernda?

Þorið þið með, undir brúna?

Reena Virk var aðeins 14 ára þegar hún var myrt.
Reena Virk var aðeins 14 ára þegar hún var myrt.


Under the Bridge byggist á sönnum atburðum sem Rebecca Godfrey hermdi af í bók sinni sem ber sama titil. Haustið 1997 hvarf 14 ára gömul stúlka, Reena Virk, í Saanich í Bresku-Kólumbíu í Kanada og rannsókn hófst sem leiddi voveiflega hluti í ljós. Morðið á Reenu Virk vakti þjóðarathygli í Kanada á sinni tíð og hratt af stað heitri umræðu um einelti og afleiðingar þess.  

Höfundurinn sjálf aðalpersónan

 

Godfrey er sjálf aðalpersónan í myndaflokknum, ásamt lögreglukonunni Cam Bentland, sem stýrir rannsókninni. Með hlutverk þeirra fara Riley Keough og Lily Gladstone. Vritika Gupta leikur Reenu Virk.

„Markmiðið var að láta áttunda bekk mæta The Sopranos,“ segir annar framleiðenda þáttanna, Samir Mehta, í samtali við tímaritið Elle. „Og á vissan hátt að ná utan um þá hræðilegu reynslu að vera útskúfað í gagnfræðaskóla og að eiga í höggi við heilt gengi.“

Gladstone segir í samtali við miðilinn Deadline að mannlega tilhneigingin sé að þurrka út þau sem þjáðst hafa mest í þessu lífi. „Það sem kom fyrir þau verður að uppslætti í fjölmiðlum og síðan bara eitthvað sem við neytum.“

Gladstone lék í kvikmyndinni Killers of the Flower Moon og segir tilganginn með listaverkinu þann sama hér og þar. „Þetta snýst um að láta raddir fjölskyldnanna heyrast og hvernig upplifun þeirra af fjölmiðlum var. Það að virkja Rebeccu [Godfrey] sjálfa í frásögninni sem konuna sem skrifar um atburðinn er frábær leið til að kryfja tilfinningarnar sem spretta af umfjöllun fjölmiðla um sönn sakamál. Þegar bækur sem þessi eru skrifaðar fer ferill eins á flug vegna harmleiks annars.“

Under the Bridge samanstendur af átta þáttum. Tveir fyrstu eru komnir inn á efnisveituna Hulu en nýr þáttur bætist svo við út maí.

Nánar er fjallað um Under the Bridge í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að einblína á smáatriði hjálpar þér ekki með vandamálið sem þú glímir við. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir