Söngvari fluttur á sjúkrahús með skotsár

Kendji Girac á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir tveimur árum.
Kendji Girac á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir tveimur árum. AFP/Loic Venance

Fyrrverandi sigurvegari í frönsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice var fluttur á sjúkrahús í nótt eftir að hafa verið skotinn í brjóstkassann.

Söngvarinn Kendji Girac fannst særður á ferðamannastað í Biscarosse á suðvesturströnd Frakklands um hálfsexleytið að staðartíma, eða um hálffjögur að íslenskum tíma.

Lögreglumaður horfir yfir svæðið þar sem söngvarinn fannst.
Lögreglumaður horfir yfir svæðið þar sem söngvarinn fannst. AFP/Philippe lopez

Girac var fluttur á sjúkrahús í borginni Bordeaux og er hann ekki í lífshættu, að sögn heimildarmanna AFP.

Ekki er ljóst hvað leiddi til þess að hann var skotinn.

Girac, sem er 27 ára, vann The Voice árið 2014 og hefur síðan þá selt milljónir hljómplatna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki einfær um að hrinda í framkvæmd þeirri áætlun, sem stendur huga þínum næst. Sígandi lukka er best og það hefur sannast á starfsferli þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir