Þúsundir aðdáenda Taylor Swift urðu fyrir miðasvindli

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Þúsundir aðdáenda  poppstjörnunnar Taylor Swift hafa orðið fyrir bylgju miðasvika fyrir tónleikaferð hennar í Bretlandi síðar á þessu ári.

Frá þessu greindi breski bankinn Lloyds Bank í dag en talið er að minnsta kosti 3.000 fórnarlömb hafi verið blekkt til að kaupa falsaða miða síðan í júlí, þar sem yfir 1 milljón punda hafi tapast til svikara hingað til.

Meðalupphæðin sem hvert fórnarlamb tapaði var 332 pund, þó í sumum tilfellum hafi það verið meira en 1.000 pund.

Falsaðar auglýsingar eða færslur á Facebook

Bankinn sagði að meira en 90 prósent tilkynntra mála hafi byrjað með fölsuðum auglýsingum eða færslum á Facebook en tónleikamiðasvindl hefur aukist um 158 prósent frá síðasta sumri miðað við sama tímabil árið áður.

Lloyds Bank segir að leit á Facebook hafi leitt í ljós að tugir óopinberra hópa hefðu verið stofnaðir, margir með tugum þúsunda meðlima, sérstaklega fyrir fólk sem vill kaupa og selja miða á tónleika með Swift.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Hugrún Björnsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir