Fjölmenni mætti að fagna opnun ERIKSDOTTIR Grósku

Fjölmenni mætti í opnunarteitið og gleðin var í fyrirrúmi.
Fjölmenni mætti í opnunarteitið og gleðin var í fyrirrúmi. Samsett mynd

Í tilefni þess að 5 ár eru liðin frá opnun EIRIKSSON Brasserie var boðið til opnunarteitis  á EIRIKSDOTTIR Grósku í Vatnsmýrinni sem var hið glæsilegasta. Opnunarteitið heppnaðist mjög vel og var vel sótt en um það bil 250 manns mættu og fögnuðu afmælinu sem og nýja staðnum. Gestir og gangandi fengu smjörþefinn af því sem koma skal.

Þakklát fyrir stuðninginn í faraldrinum

Eigendur EIRIKSDOTTIR Gróska eru þeir sömu og EIRIKSSON Brasserie, Laugavegi 77. Þar í framlínu eru veitingahjónin Friðgeir Ingi Eiríksson og Sara Dögg Ólafsdóttir ásamt Sveini Þorra Þorvaldssyni, auk þeirra eru Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir eigendur staðarins. Guðmundur Ragnarsson  er einnig eigandi að nýja staðnum EIRIKSDOTTIR en hann er þekktastur undir nafninu Gummi í Laugarás.

„Veitingastaðurinn EIRIKSSON Brasserie opnaði í mars 2019 og var ekki búin að vera opinn í ár þegar faraldurinn mikli skall á. Allt gekk upp hjá okkur með stuðning frá okkar traustu fastakúnnum frá fyrri veitingastaðnum á Hótel Holti sem komu og náðu sér í  „take-away“ og keyptu margir jólagjafir fyrir sín fyrirtæki,“ segir Friðgeir og er þakklátur hve vel tókst til þrátt fyrir allar áskoranirnar.

Hefur opnað dyr sínar fyrir matargesti

Útlit nýja staðarins í Vatnsmýrinni er í sama stíl og EIRIKSSON Brasserie en hann var hannaður af ítalska hönnunarfyrirtækinu Design group Italia. Fágað og afslappað andrúmsloft er á staðnum og hönnunin er stílhrein og tímalaus.

Veitingastaðurinn EIRIKDOTTIR Gróska hefur nú opnað dyr sínar fyrir gestum og gangandi og er kærkomin viðbót við veitingastaðaflórunna í hjarta borgarinnar og í háskólasamfélaginu.

Mikil gleði ríkti í opnunarteitinu sem haldið var og margt var um manninn. Boðið var upp á kræsingar og smakk á því sem koma skal.

 

Bjarni Ákason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir.
Bjarni Ákason og Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Helga í Túlípop ásamt fríðu föruneyti.
Helga í Túlípop ásamt fríðu föruneyti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Sigurbjörn Þórsson, Axel Þórisson, Vera Antonsdóttir og Sara Dögg Ólafsdóttir.
Sigurbjörn Þórsson, Axel Þórisson, Vera Antonsdóttir og Sara Dögg Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Vera Sveinbjörnsdóttir og Hafþór Hilmarsson.
Vera Sveinbjörnsdóttir og Hafþór Hilmarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Friðgeir Ingi Eiríksson, Sveinn Þorri Þorvaldsson, Asya Kozlova, Helgi Pétur …
Friðgeir Ingi Eiríksson, Sveinn Þorri Þorvaldsson, Asya Kozlova, Helgi Pétur Hannesson og Zarko Zivkovic. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Helgi Pétur Hannesson og Zarko Zivkovic.
Helgi Pétur Hannesson og Zarko Zivkovic. Eggert Jóhannesson
Sara Dögg Ólafsdóttir og Ingibjörg Bergþórsdóttir.
Sara Dögg Ólafsdóttir og Ingibjörg Bergþórsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Guðmundur Ragnarsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Sara Dögg Ólafsdóttir og Friðgeir Ingi …
Guðmundur Ragnarsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir, Sara Dögg Ólafsdóttir og Friðgeir Ingi Eiríksson hluti af eigendum EIRIKSDOTTIR Gróska. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Julia Kornas og AnaMaria Badan.
Julia Kornas og AnaMaria Badan. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Óliver Goði Dýrfjörð og Julia Kornas.
Óliver Goði Dýrfjörð og Julia Kornas. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Boðið var upp á girnilega smárétti.
Boðið var upp á girnilega smárétti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Veisluborðið.
Veisluborðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fjölmennt var í salnum.
Fjölmennt var í salnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert