Sunneva og Birta á einum af bestu þakbörum New York

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir. Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir/Teboðið

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir, áhrifavaldar og stjórnendur hlaðvarpsins Teboðið, gerðu vel við sig á lúxus þakbarnum Nubeluz by José Andrés í New York-borg í gær.

Barinn er hluti af glæsihótelinu Ritz-Carlton í New York, NoMad, í miðbæ Manhattan sem tekur á móti gestum með heillandi hönnun Martins Brudnizki og einstöku útsýni frá fimmtugustu hæð.

Ekki er ekki verra að sjá Empire State bygginguna beint út um gluggann. Tímaritið Vogue nefndi Nubeluz sem einn af bestu þakbörum New York-borgar í síðasta mánuði en hann er þekktastur fyrir góða kokteila en drykkur hússins er Appollo #3 sem inniheldur Grey Goose La Poire vodka, bláan Vermút, st. Germain, lime, engifer og sódavatn. 

Morguninn eftir skemmtilegt kvöld er líka tilvalið að prófa gómsæta „high-tea“ matseðil staðarins sem er undir spænskum áhrifum og þykir afar vinsæll.

Hér má sjá stórbrotið útsýnið sem barinn býður upp á.
Hér má sjá stórbrotið útsýnið sem barinn býður upp á. Ljósmynd/Instagram
Hönnun staðarins hefur vakið athygli.
Hönnun staðarins hefur vakið athygli. Ljósmynd/Nubeluz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert