Mural nýr veitingastaður á Hellissandi

Nýr veitingastaður opnaði á Hellisandi á dögunum sem ber heitið …
Nýr veitingastaður opnaði á Hellisandi á dögunum sem ber heitið Mural. Samsett mynd

Á dögunum opnaði nýr veitingastaður á Hellissandi sem ber heitið Mural. Hann staðsettur á Hótel Hellissandi og er í eigu Arctic Adventures sem er partur af Adventure Hotel keðju félagsins.

Arctic Adventures er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi og reka 4 hótel víðs vegar um landið til að bæta upplifun og þjónustu til viðskiptavina með greiðu aðgengi að hótelherbergjum.

Adam segir að opnun staðarins sé í raun draumur sem loksins hefur ræst. „Við höfum stefnt að því frá því að við tókum við rekstri hótelsins að opna veitingastað á hótelinu til að efla þjónustu á svæðinu fyrir ferðafólk og sveitunga,“ segir Adam Petrovszki hótelstjóri.

Tilvísun í veggjalistina

Þegar Adam er spurður út í tilurð nafnsins á staðnum segir hann að Hellissandur sé þekktur fyrir vegglist utanhúss og iðandi listalíf. „Veitingastaðurinn hefur fengið
nafnið Mural sem er tilvísun í vegglistina á staðnum. Til gamans má geta er vegg listakonan Karen Ýr að undirbúa verk sem verður staðsett á byggingunni okkar í sumar,“ segir Adam.

Mikil ánægjan er meðal fólks með opnun veitingastaðarins. „Fólkið á svæðinu hefur tekið mjög vel í þetta og eru spennt að fá nýjan veitingastað á Hellissand. Okkur finnst mikilvægt að Snæfellingar viti af þjónustunni og bjóðum við þá sérstaklega velkomna á nýja staðinn okkar.“

Hefðbundinn íslenskur matur

Hvernig myndu þið lýsa áherslunum í matargerðinni/matseðlinum?
„Við matreiðsluna eru notuð staðbundin hráefni og við bjóðum meðal annars upp á hefðbundinn íslenskan mat eins og kjötsúpu svo erum við einnig með fisk dagsins og íslenska lambið ásamt mörgu öðrum þjóðlegum réttum í bland við annað.“

Hefðbundinn íslenskur matur verður í forgrunni og meðal rétta sem …
Hefðbundinn íslenskur matur verður í forgrunni og meðal rétta sem verður boðið upp á er lambafillet með girnilegu meðlæti. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Mural verður opinn alla morgna en þá er morgunverðarhlaðborð bæði fyrir hótelgesti og aðra sem hafa áhuga á. Síðan verður veitingastaðurinn opinn frá klukkan 17:00 alla daga. Staðurinn verður opinn allt árið sem er mikið fagnaðarefni fyrir Snæfellinga að sögn Adams.

Teymið á Mural, Patryk Jurczak, Rafal Leszczynski, Brynja Ragnarsdóttir, Sebastian …
Teymið á Mural, Patryk Jurczak, Rafal Leszczynski, Brynja Ragnarsdóttir, Sebastian Ozimkowski, Karolina Chudyk, Adam Petrovszki, Anna Piszczalka, Andrea Escalon og Dylan Romain Ljósmynd/Aðsend
Mikið var um dýrðir í opnunarhófinu.
Mikið var um dýrðir í opnunarhófinu. Ljósmynd/Aðsend
Fjölmargir mættu í opnunarhófið og fengu að bragða á réttunum …
Fjölmargir mættu í opnunarhófið og fengu að bragða á réttunum á matseðli. Ljósmynd/Aðsend
Eldhúsið á Mural iðar af lífi.
Eldhúsið á Mural iðar af lífi. Ljósmynd/Aðsend
Fallegar móttökur.
Fallegar móttökur. Ljósmynd/Aðsend
Boðið var upp á freyðandi drykki.
Boðið var upp á freyðandi drykki. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert