Leikmaður KR fluttur með sjúkrabíl

Jóhannes meiddist í upphafi síðari hálfleiks
Jóhannes meiddist í upphafi síðari hálfleiks Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, var fluttur af Þróttarvelli í dag með sjúkrabíl eftir tæklingu. Óttast er að hann sé illa meiddur.

Jóhannes lá óvígur eftir árekstur við Fred Saraiva, leikmann Fram. Jóhannes reyndi að halda áfram leik en haltraði af velli skömmu síðar. Jóhannes er á 19 ára gamall og hefur verið í lykilhlutverki eftir að hann sneri aftur til KR frá Norrköping í Svíþjóð fyrir rúmu ári síðan.

Leikurinn fór 1:0 fyrir Fram og er þetta fyrsta tap KR á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert