Fylgst með íslenskum leikmönnum

Ljósmynd / Getty Images

Fylgst er með íslenskum Overwatch-leikmönnum ef marka má ummæli Ubers, rafíþróttaþulu á heimsmeistaramótinu sem hófst í fyrradag.

Í beinni útsendingu minnist hann á íslensku senuna og bendir þar m.a. á hve öflug grasrótarstarfsemin er hér á landi.

Íslenska keppnissenan rædd í beinni útsendingu heimsmeistaramótsins í Overwatch.
Íslenska keppnissenan rædd í beinni útsendingu heimsmeistaramótsins í Overwatch. Skjáskot/Twitch/Overwatch

Setjum okkar svip á mótin

„Ísland, sem samfélag, sko ég skal vera hreinskilinn. Íslendingum hefur tekist, upp á eigin spýtur, að mynda keppnissenu og sett sinn svip á mótin innanlands,“ sagði Uber.

„Ég tel að grasrótarstarfsemin í Overwatch hafi skilað sínu þarna. Með því að byggja upp starfið hafa þeir náð að koma á legg fleiri góðum og hæfileikaríkum leikmönnum.“

Ljóst er að erlend augu fylgjast grannt með Íslendingum og Almenna bikarnum, Íslendingum til óvæntrar ánægju.

Hér fyrir neðan má horfa á myndbandið þar sem Uber minnist á íslensku senuna, en í útsendingunni talar hann ensku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert