Ökuþórar fagna liðnu ári í Kópavogi

Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi.
Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Árlegt lokahóf íslenskra ökuþóra í hermikappakstri er á döfinni og hefur nú staðfesting borist varðandi hvar, og klukkan hvað, fjörið hefst.

Sjötta keppnisári GTS Iceland, íslensku mótaraðinnar í Gran Turismo, lauk nýlega og hlakkar nú í ökumönnum yfir lokahófinu, sem fer fram í Kópavogi í næsta mánuði.

Lokahófið fer fram í rafíþróttahöllinni Arena þann 20. maí, á laugardagskvöldi frá klukkan 20:30.

Á lokahófinu fer fram verðlaunaafhending fyrir keppendur keppnisársins sem var að líða, en það var ansi atburðarríkt. Afhendingin hefst um níu-leytið samkvæmt tilkynningu á Facebook.

Virkur umræðuhópur

Áhugasamir um hermikappakstur geta skoðað heimasíðu GTS Iceland, þar má finna ýmsar upplýsingar um senuna.

Samfélagið heldur einnig úti umræðuhóp á Facebook sem er ansi virkur, og eru endursýningar frá keppnum mótaraðinnar jafnframt aðgengilegar til spilunar á YouTube.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert