Gígbarmurinn hækkað frá því í gær

Til vinstri má sjá gíginn um klukkan 21 í gærkvöldi. …
Til vinstri má sjá gíginn um klukkan 21 í gærkvöldi. Til hægri má sjá virknina um klukkan 9 í morgun. Samsett mynd

Virknin í eldgosinu við Sundhnúkagígaröðina hefur lítið breyst en svo virðist sem gígbarmurinn hafi hækkað frá því í gær.

Þetta segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Ef vefmyndavélar mbl.is eru skoðaðar í stutta stund mætti halda að eldgosinu væri lokið þar sem lítið sést í kviku sem vellur þó enn upp.

„En maður sér alveg smá slettur,“ segir Sigríður Magnea.

Skjálftavirknin venjuleg

„Virknin í gígnum hefur alla vega ekkert verið að aukast,“ segir Sigríður og tekur fram að virkning sé ekki endilega að minnka heldur. 

Þá sé skjálftavirkni á svæðinu með svipuðu móti og verið hefur undanfarna daga.

Eldgosið á tíunda tímanum í dag.
Eldgosið á tíunda tímanum í dag. Skjáskot/mbl.is
Eldgosið um kl. 21 í gær.
Eldgosið um kl. 21 í gær. Skjáskot/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert