Ný mynd sýnir hvernig enn gýs úr gígnum

Staða gossins hefur haldist stöðug síðasta sólarhringinn.
Staða gossins hefur haldist stöðug síðasta sólarhringinn. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Enn gýs úr eina gígnum á Sundhnúkagígaröðinni, eins og sjá má á þessari mynd sem Hörður Kristleifsson tók í kvöld fyrir mbl.is.

Staða gossins er með svipuðu móti og hefur verið síðustu daga.

Þetta staðfestir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hún segir litlar breytingar hafa orðið á stöðu gossins síðasta sólarhringinn. Gosórói sé með svipuðu móti og landris einnig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert