Myndskeið: Elduðu pylsur við eldgosið

Mennirnir virðast vera ansi nálægt eldgosinu en í myndbandinu má …
Mennirnir virðast vera ansi nálægt eldgosinu en í myndbandinu má meðal annars sjá hraun spúast úr gígnum. Samsett mynd

Þeir Bata Osovina og Tata Osovina hafa undanfarið birt myndbönd á samfélagsmiðlum sínum þar sem þeir eru komnir mjög nálægt eldgosinu við Sund­hnúkagíga.

Í einu myndbandinu sem hefur vakið mikla athygli sést hvernig þeir elda pylsur á pönnu með hjálp hitans af hrauninu.

Tæplega 14 þúsund notendur hafa lækað myndbandið af eldamennsku þeirra félaga.

View this post on Instagram

A post shared by Bata Osovina (@bata_osovina)

Í annarri færslu virðast félagarnir vera komnir ansi nálægt hrauntungunni. 

View this post on Instagram

A post shared by 535de60 (@tata_osovina)

Varar við auknu aðgengi almenning að gosstöðvum

Greint var frá því síðastliðinn föstu­dag að búið væri að koma á lagg­irn­ar starfs­hópi sem ætti að skoða aukið aðgengi ferðamanna að eld­gos­inu.

Víðir Reyn­is­son, sviðsstjóri al­manna­varna, hefur varað við þeirri hug­mynd að opna fyr­ir aðgengi ferðamanna að gosstöðvunum.

Svæðið er skilgreint hættusvæði af Veður­stofu Íslands.

Á laugardag týndist hópur fólks við gosstöðvarnar og þurfti að kalla út björgunarsveitir til að finna fólkið.

Í gærkvöldi var greint frá Dacia Dust­er-bif­reið sem virt­ist vera föst úti í hrauninu en ekki hafði verið óskað eftir aðstoð björgunarsveita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert