Krefjast stöðvunar framkvæmda

Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir.
Íbúðareigendur við Klapparstíg og Skúlagötu eru ósáttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsfélagið Völundur sem er félag íbúðareigenda í sex húsum við Klapparstíg og einu við Skúlagötu hefur kært breytingu Reykjavíkurborgar á deiliskipulagi svæðis við Skúlagötu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, en framkvæmdir við endastöð Strætó standa þar yfir.

Jafnframt er þess krafist að framkvæmdaleyfi verði úr gildi fellt og allar framkvæmdir verði stöðvaðar tafarlaust á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni.

Breyting var gerð á deiliskipulagi svæðisins með samþykkt í borgarráði Reykjavíkur í janúar sl. Í kærunni er fullyrt að deiliskipulagstillagan sem samþykkt var sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag og því óheimil. Þá eru í kærunni reifuð mörg önnur sjónarmið þar sem lögmæti breytingar á deiluskipulagi er dregið í efa.

Róttæk og alvarleg breyting

Þannig er bent á í greinargerð lögmanns Völundar að hin meinta ólögmæta breyting á deiliskipulagi svæðisins feli í sér róttæka og alvarlega breytingu á landnotkun sem feli í sér að í stað þess að vera takmörkuð, verði á reitnum umfangsmikil atvinnustarfsemi sem hafi mikil áhrif á aðliggjandi fasteignir.

Reiturinn sé skv. aðalskipulagi skilgreindur fyrir skrifstofur og þjónustu í blandaðri miðborgarbyggð og að starfsemin falli að íbúðarsvæðunum. Sú starfsemi Strætós sem koma eigi fyrir á reitnum, þ.e. skipti- og endastöð strætisvagna, sé aftur á móti mjög mengandi og falli ekki að íbúabyggðinni.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert