Sjáðu úrslitakeppni FRÍS í hnotskurn á fjórum mínútum

Nemendur við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi unnu Framhaldsskólaleikana í ár eftir harða baráttu í þremur mismunandi tölvuleikjum. Í myndbandinu hér fyrir ofan má horfa á úrslitakeppnina sjálfa í hnotskurn á aðeins fjórum mínútum.

Myndbandið var birt á opinberu Facebook-síðu FRÍS síðdegis í gær ásamt texta þar sem þakklæti var tjáð og sigurvegurum óskað til hamingju.

„Takk enn og aftur allir sem tóku þátt og komu að leikjunum á þessu ári. Þetta var þrusukeppni og ótrúlega skemmtilegt, við getum ekki beðið eftir næsta tímabili,“ segir undir myndbandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert