ECA býður upp á einstakt tækifæri

Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasamtaka Íslands,RÍSÍ, og stofnandi Esports …
Ólafur Hrafn Steinarsson fyrrum formaður Rafíþróttasamtaka Íslands,RÍSÍ, og stofnandi Esports Coaching Academy, ECA. mbl.is/Arnþór Birkisson

Esports Coaching Academy, ECA, heldur áfram að teygja arma sína út og leitar nú að reyndum og þekkingarmiklum spilurum til að skrifa leikjamiðað efni.

ECA sér um að hanna og þróa bestu mögulegu æfingarnar til þess að bæta sig í rafíþróttum, þá þjálfar ECA í raun þjálfarana.

Esports coaching academy.
Esports coaching academy. Grafík/ECA

Skrifa og hanna alþjóðlegar æfingar

Nú leitar fyrirtækið að reyndum tölvuleikjaspilurum sem hefðu áhuga á að starfa með þeim sem verktakar í framleiðslu á efni sem tengist tölvuleikjunum Overwatch, Fortnite, CS:GO, Minecraft og Rocket League.

Starfið felst í því að skrifa á ensku og hanna æfingar og annað fræðsluefni í sniði ECA, sem síðan dreifist til rafíþróttaþjálfara um heim allan. Viðkomandi fengi greitt eftir heildarfjölda æfinga sem skrifaðar eru.

Hægt er að sækja um, sýna áhuga eða beina einhverjum fyrirspurnum til Bjarka Má hjá ECA með tölvupósti á netfangið bjarki@eca.gg eða til Ólafs Hrafns á netfangið olafur@eca.gg.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is