Leikmenn ósáttir við leikinn

ENCE er komið áfram í úrslitakeppni IEM Sydney.
ENCE er komið áfram í úrslitakeppni IEM Sydney. Skjáskot/HLTV

Stórmótið í Counter-Strike, IEM Sydney 2023, er fyrsta stórmótið sem notar nýjustu útgáfu Counter-Strike, Counter-Strike 2, sem kom á markað á dögunum.

Áhorfendur njóta þess að sjá uppáhaldsliðin sín og leikmennina kljást í nýja leiknum en svo virðist sem leikmennirnir séu ekki á sama máli. Leikmaður rafíþróttaliðsins ENCE, Snappi, er virkilega ósáttur að keppt sé í leiknum á þessu stigi og segir hann leikinn ekki vera nógu góður enn. 

Snappi er fyrirliði finnska liðsins ENCE og var hann einn af bestu leikmönnum liðsins þegar ENCE bar sigur úr býtum gegn Fnatic en liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni mótsins með sigrinum. Fnatic þarf hinsvegar að fara í útsláttarviðureign og vinna hana til þess að halda áfram. 

„Það er allt einhvern veginn bilað í leiknum þessa stundina. Þetta er ekki gott ástand og það er virkilega krefjandi að keppa á hæsta stigi leiksins þegar þetta er svona. Leikurinn er ekki jafn góður og Counter-Strike: Global Offensive eins og er, við erum að reyna allt en það er mjög erfitt. Ég vona að þetta verði lagað fljótlega“ sagði Snappi eftir viðureignina gegn Fnatic. Counter-Strike 2 kom á markað þann 27. september og því við búist að ekki sé allt eins og það eigi að vera strax. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert