Google nálægt því að kaupa Fortnite

Google var nálægt því að kaupa Epic Games árið 2018.
Google var nálægt því að kaupa Epic Games árið 2018. Samsett mynd

Í nýjum gögnum sem komu fram í máli Google gegn Epic Games kemur fram að árið 2018 var Google nálægt því að kaupa tölvuleikjaframleiðandann.  Epic Games hannaði leikinn Fortnite, sem er einn vinsælasti leikur í heimi.

Deilur Google og Epic Games hófust árið 2020 þegar Epic Games reyndi að koma í veg fyrir að Google myndi græða á því er fólk greiddi fyrir vopn og búninga í símaútgáfu Fortnite. Þegar í ljós kom að Epic Game væri ekki að greiða eigendum vefverslananna var leikurinn fjarlægður úr vefverslunum Google og Apple, sem varð til þess að Epic Games höfðaði mál gegn fyrirtækjunum.

Apple vann sitt mál gegn Epic Games árið 2021 en Google á enn í deilum við leikjaframleiðandann. Málið var tekið fyrir núna í byrjun nóvember og er búist við að það muni standa yfir þar til í byrjun desember og vonir bundnar við að dæmt verði í málinu fyrir árslok 2023.

Þegar Google afhenti gögn frá árinu 2018 kom í ljós að mikill áhugi var fyrir því að Google myndi kaupa Epic Games og gera Fortnite að aðaltölvuleik fyrirtækisins, Fortnite var þá einn vinsælasti leikur heims um þá mundir og var kaupverðið talið vera um 2 milljarðar dollarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert