Fastur á handriðinu eftir galla

Spilarar lenda stundum í vandræðum með leikinn Fortnite.
Spilarar lenda stundum í vandræðum með leikinn Fortnite. Skjáskot/YouTube/GameSpot

Nýr galli leit dagsins ljós í leiknum Fortnite á dögunum en þeir sem eru að reyna að klára verkefni í miðjum leik og ætla að kíkja á hvernig það gengur geta lent í því að festast á handriðum.

Gallinn kom í ljós þegar einn óheppinn spilari deildi myndskeiði af atvikinu á Reddit og sat hann fastur á handriðinu þar til hann var skotinn af andstæðingi og loks felldur. Það virðist vera eina lausnin ætli spilarinn að losna úr þessari gildru nema spilarinn taki það á sig að slökkva á leiknum frekar.

Þessi tiltekni spilari lenti í þessum galla eftir að hann opnaði áskriftarpassa Fortnite, Fortnite Crew, sem er mánaðarleg greiðsla og gefur spilara forskot í leiknum. Svo virðist sem þetta forskot hafi komið sér illa í þetta sinn.

Hvaða lið vinnur stórmótið í CS:GO?

  • Natus Vincere
  • Fnatic
  • Heroic
  • Vitality
  • G2
  • FaZe
mbl.is