Eyjafjarðarbraut lokað vegna alvarlegs umferðarslyss

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað Eyjafjarðarbraut eystri milli Tjarnarlands og Miðbrautar vegna rannsóknar á umferðarslysi. 

Þetta kemur fram í færslu embættisins á Facebook.

Uppfært klukkan 15.39:

Jón Valdimarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir um alvarlegt umferðarslys að ræða og að einn bíll hafi komið við sögu.

Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert