Spreyta sig í myndbandsgerð fyrir næsta tímabil

Íslenskir Rocket League-leikmenn spreyta sig í myndbandsgerð þessa dagana þar sem efnt hefur verið til sérstakrar stiklukeppni fyrir komandi tímabil.

Þegar nýtt tímabil hefst í Rocket League-keppnissenunni hefur venjan verið sú að birta upphafsstiklu í aðdraganda þess. Þá með ýmsum tilþrifum frá íslenskum leikmönnum sem vekur upp tilhlökkun og spennu meðal keppenda og annarra áhugamanna.

Að þessu sinni hefur mótastjórn efnt til „introkeppni“ þar sem leikmenn geta unnið sér inn 20.000 krónur með því að búa til upphafsstiklu fyrir deildarkeppnina. Sigurvegarinn fær þá ekki aðeins 20.000 krónur heldur einnig möguleikann á því að hafa búið til upphafsstiklu þessa tímabils.

Í dómaranefnd situr mótastjórn Rocket League-keppnissenunnar á Íslandi og á stiklan að vera um 30 til 60 sekúndur að lengd.

Nánar um þetta má lesa í tilkynningu á Facebook-síðu íslenska Rocket League-samfélagsins en í myndbandinu hér að ofan má sjá upphafsstiklu frá fyrra tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert