Kostnaður meiri en milljón á fermetra

Lokað vegna myglu. Undirbúnings- og greiningarvinna tók eitt ár. Áætluð …
Lokað vegna myglu. Undirbúnings- og greiningarvinna tók eitt ár. Áætluð verklok eru haustið 2025. Börnin eru í Ævintýraborg á meðan.

Kostnaður vegna myglu í skólum og leikskólum Reykjavíkurborgar er á bilinu 1,14-1,47 milljónir á fermetra, að því er fram kemur í svari umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Borgarráð samþykkti á fundi sínum 11. apríl sl. að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði Hálsaskógar í Breiðholti. Kostnaðaráætlun var sögð 550 milljónir króna. Leikskólinn hefur verið lokaður frá upphafi árs 2023 og starfsemin tímabundið verið í Ævintýraborg í Vogabyggð. Frá þeim tíma hefur verið unnið við greiningar- og undirbúningsvinnu og búið er að fjarlægja þá byggingarhluta sem reyndust vera skemmdir og þarfnast endurnýjunar.

Morgunblaðið sendi fyrirspurn til borgarinnar um umfang verksins og hvaða skýring lægi að baki svo hárri fjárhæð fyrir 430 fermetra húsnæði. Miðað við kostnaðaráætlun er fermetraverðið þá um 1,3 milljónir króna.

Í svarinu kemur fram að í grunninn sé öll byggingin endurnýjuð, allar lagnir og allt þak. Í raun standi bara steinninn eftir. Bætt er við loftræsikerfi með varmaskipti ásamt því að öll einangrun er þykkt og fæst fram um 30-40% orkusparnaður með tilheyrandi minnkun á heitavatnsnotkun. Inni í kostnaðartölum er endurnýjun á öllum húsgögnum og búnaði fyrir leikskólann ásamt hönnunarkostnaði og Svansvottun. Áætluð verklok eru haustið 2025.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert