Íslenskir frumkvöðlar í aðalhlutverki á Matarmarkaðinum

Lilja Björg Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup segir að þeim …
Lilja Björg Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup segir að þeim þyki mikilvægt að styðja við framleiðendur á Íslandi og veita þeim tækifæri til að selja sínar vörur í verslunum. Samsett mynd

Fjölbreyttar afurðir frá íslenskum frumkvöðlum verða í aðalhlutverki á Matarmarkaði smáframleiðenda í Hagkaup sem hófst í gær, fimmtudaginn 23. maí og stendur fram til sunnudagsins 2. júní næstkomandi. Í ár taka 24 vörumerki þátt, allt íslenskir smáframleiðendur, sem munu bjóða gestum Hagkaups upp á smakk á vörum sínum. Má þar nefna sinnep, ís, pestó, veganvörur, úrval af lífrænum afurðum og margt fleira á meðan markaðurinn stendur yfir.

Hægt er að framreiðar girnilega máltíð úr vörunum frá íslensku …
Hægt er að framreiðar girnilega máltíð úr vörunum frá íslensku smáframleiðundunum sem gleðja bæði augu og munn. Ljósmynd/Pipar

Mikilvægt að styðja við íslenska smáframleiðendur

„Við erum virkilega stolt af matarmarkaði smáframleiðenda, þar sem viðskiptavinum býðst að kaupa vörur frá okkar frábæru íslensku smáframleiðendum sem að okkar mati eru algjörir snillingar. Okkur þykir mikilvægt að styðja við framleiðendur á Íslandi og veita þeim tækifæri til að selja sínar vörur í okkar verslunum því við vitum að það getur verið flókið ferli að koma vöru á markað og þá sérstaklega þegar um smáframleiðendur er að ræða. Í ár erum við til dæmis að fá inn þrjú ný og spennandi íslensk vörumerki sem koma í gegnum Uppsprettuna og hafa nýlega komið í sölu hjá okkur. Þessi markaður er sannkölluð sælkerahátíð og því er tilvalið fyrir alla sem elska góðan mat og vilja styðja við íslenska frumkvöðla að kíkja til okkar,“ segir Lilja Björg Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup.

Matarmarkaður smáframleiðenda fer fram í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og …
Matarmarkaður smáframleiðenda fer fram í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og Garðabæ 23. maí - 2. júní en 25. maí frá 14:00-18:00 verður hápunktur markaðarins í Hagkaup Smáralind þar sem mikið af þeim frábæru framleiðendum sem taka þátt kynna vörur sínar. Samsett mynd

Vekja athygli á fjölbreyttri flóru frá íslenskum frumkvöðlum

Með Matarmarkaði smáframleiðenda vill Hagkaup styðja við íslenska smáframleiðendur og vekja athygli á fjölbreyttri flóru af gæðavörum sem íslenskir frumkvöðlar hafa upp á að bjóða, því úrvalið er svo sannarlega frábært. Hagkaup hefur í gegnum árin unnið markvisst að því að efla samstarf við íslenska frumkvöðla sem eru að taka sín fyrstu skref á markaði hérlendis. Margir hafa náð góðum árangri og eru í dag með þekktar vörur á markaði.

Hluti smáframleiðendanna sem tekur þátt í ár hefur notið stuðnings úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga, í gegnum tíðina. Hlutverk sjóðsins er að styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í matvælaframleiðslu á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á stuðning til innlendra verkefna sem taka tillit til sjálfbærni.

Míkið úrval er af lífrænum vörum.
Míkið úrval er af lífrænum vörum. Ljósmynd/Pipar
Sælkeravörur eru í forgrunni.
Sælkeravörur eru í forgrunni. Ljósmynd/Blik Stúdíó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert