Kremkex í Nóa Kroppi er það nýjasta í dag

Helga Beck markaðsstjóri hjá Nóa Síríus segir að hefðin að …
Helga Beck markaðsstjóri hjá Nóa Síríus segir að hefðin að bjóða upp á nýtt Sumar Kropp ár hvert hefur unnið sér inn fastan sess hjá þeim og njóti mikilla vinsælda. Samsett mynd

Sumar Kroppið 2024 er hlaðið nýjungum sem aldrei hafa sést fyrr og spurning hvort það mun trylla landsmenn með tilkomu sinni. Helga Beck, markaðsstjóri hjá Nóa Síríus er sannfærð að Sumar Kroppið eigið eftir að hitta í mark hjá þjóðinni.

„Nú er engin ástæða til þess að spara lýsingarorðin því Sumar Kroppið 2024 er að lenda í verslunum og það er svo sannarlega ekki af verri endanum. Á einhvern ótrúlegan hátt hefur nammigrísunum hjá Nóa Síríus tekist að búa til Nóa Kropp þar sem alvöru kremkex leikur aðalhlutverkið hvorki meira né minna. Um er að ræða dökkar, stökkar kexkúlur hjúpaðar tvöföldu súkkulaði þar sem innra lagið er gómsætt hvítt súkkulaði sem smellpassar með kexinu. Síríus rjómasúkkulaðið í ytra laginu fullkomnar svo bragðupplifunina sem án efa mun gleðja sælkera landsins á næstu mánuðum,“ segir Helga sem kolféll í fyrsta smakkinu.

Gæti reynst erfitt að loka pokanum aftur

„Þessi hefð að bjóða upp á nýtt Sumar Kropp ár hvert hefur unnið sér inn fastan sess hjá okkur og svo virðist sem neytendur kunni vel að meta hana líka,“ segir Helga. „Það er líka alltaf gaman að vinna með ný sjónarhorn á vörur sem neytendur þekkja í öðru formi. Nóa Kropp hefur jú lengi verið í uppáhaldi hjá þjóðinni og fólk tekur jafnan vel á móti þessu sérútgáfum sem við höfum sett á markað í takmörkuðu magni,“ bætir Helga við og segist aðspurð hafa fulla trú á því að það sama verði uppi á teningnum með Sumar Kroppið 2024. „Ég skora bara á þau sem prófa að reyna að loka pokanum aftur, mig grunar að það gæti reynst mörgum erfitt,“ segir Helga að lokum brosandi.

Sumar Kropp með kremkexi, sem kemur í takmörkuðu magni, er eins og áður sagði um það bil að lenda í hillum verslana. Og það er hægt að gæða sér á bragðinu vitandi það að allt Síríus súkkulaði er vottað af samtökunum Cocoa Horizons. Það þýðir að kakóhráefnin í súkkulaðið eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni til framtíðar að leiðarljósi. Bændur eru aðstoðaðir við að auka fjölbreytileika uppskerunnar og nýta land sitt betur sem stuðlar að jákvæðari umhverfisáhrifum og dregur meðal annars úr eyðingu regnskóga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert