Fyrsta íslenska matvörukeðjan sem kolsýruvæðir verslanir

Svanberg Halldórsson rekstrarstjóri verslana- og rekstrarsviðs Hagkaups hefur leidd verkefnið …
Svanberg Halldórsson rekstrarstjóri verslana- og rekstrarsviðs Hagkaups hefur leidd verkefnið að kolsýruvæða allar Hagkaups verslanirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil metnaður er lagður í að huga vel að samfélagsábyrð og umhverfismálum hjá stjórnendum Hagkaups og eitt að stóru málunum var að vinna að því að kolsýruvæða verslanir Hagkaups. Svanberg Halldórsson rekstrarstjóri verslana og rekstrarsviðs Hagkaups þekkir vel til og hefur verið að leiða þetta verkefni.

Hjartans mál að taka heildrænt á málunum

„Sjálfbærni vegferð Hagkaups hófst með almennri vakningu í samfélaginu og með sönnum áhuga stjórnenda á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og umhverfismála. Þessi vegferð er okkur hjartans mál og ég er svo heppinn að fá að vera á vaktinni á þessum tímum og fá tækifæri sem stjórnandi í mínu fyrirtæki að gera betur og það er einmitt það sem við erum að vinna í,“ segir Svanberg.

Kappsmál að útrýma freon sem er slæmt fyrir umhverfið

Hagkaup er fyrsta íslenska búðin sem kolsýruvæðir allar verslanir sínar og það er stórfrétt. Margir spyrja sig hvað þýðir í raun að kolsýruvæða og hvort það er í raun og veru gott fyrir umhverfið.

Hvað þýðir kolsýruvæðing og hvers vegna er hún góð?

„Eitt af stóru málunum sem við höfum verið að vinna í er að kolsýruvæða verslanir Hagkaups. Við erum að skipta út freon sem hefur í gegnum tíðina verið aðalkælimiðillinn en er mjög slæmt efni fyrir umhverfið og því mikið kappsmál að útrýma því. Kælarnir hjá okkur eru auðvitað ekki þannig að við stingum þeim í samband heldur eru þeir kældir í gegnum lagnir í loftinu og í gegnum þær flæðir annaðhvort freon eða kolsýra.“

Hagkaup er fyrsta íslenska búðin sem kolsýruvæðir allar verslanir sínar.
Hagkaup er fyrsta íslenska búðin sem kolsýruvæðir allar verslanir sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Voru að ljúka við að kolsýruvæða síðustu verslunina

Svanberg bætir við að miklu skiptir að vera í góðu samstarfi við þá sem þekkja til og geta aðstoðað við verkefnið. „Við höfum átt í frábæru samstarfi við Kælitækni sem hafa aðstoðað okkur með að skipta út freon fyrir íslenska kolsýru, sem er skaðlaus fyrir umhverfið. Við getum með stolti sagt frá því að við vorum að ljúka við að kolsýruvæða síðustu verslunina okkar og erum þá laus við freon fyrir fullt og allt. Í þessu felst tvö­fald­ur ávinn­ing­ur því eitt er að íslenska kolsýran er margfalt umhverfisvænni og hitt er að kol­sýru-kæli­kerfið er ekki eins orku­frekt og því er mik­ill orku­sparnaður með þessu nýja kerfi.“

Vinna líka gegn orkusóun

„Í þessum framkvæmdum endurnýjuðum við einnig kælieiningarnar okkar en þær voru alltof margar opnar sem er auðvitað orkusóun og við erum að klára þá vinnu að loka frystum og kælum,“ segir Svanberg að lokum.

Glæsilegir kælarnir prýða allar verslanirnar í dag.
Glæsilegir kælarnir prýða allar verslanirnar í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert