Leikkonan Drew Barrymore kolféll fyrir súkkulaðismyrjunni í beinni

Súkkulaðismyrjan frá Good Good heillaði leikkonuna og þáttastjórnandann Drew Barrymoreí …
Súkkulaðismyrjan frá Good Good heillaði leikkonuna og þáttastjórnandann Drew Barrymoreí beinni útsendingu í spjallþætti hennar. Samsett mynd

Íslenska nýsköpunar- og matvælafyrirtækinu GOOD GOOD er á siglingu í Bandaríkjum og er samkvæmt nýjustu tölum komið með sex prósent markaðshlutdeild í sultum sem innihalda ekki sykur.

Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD segir það skemmtilegasta við þennan góða árangur að hann megi fyrst og fremst þakka mögnuðum viðtökum í bragðprófunum.

„Heilt yfir er Good Good fimmtánda stærsta sultumerkið af 680 vörumerkjum. Við fáum mjög sterka endurgjöf úr prófunum á þá leið að fólk er að kaupa sulturnar vegna þess hversu góðar þeim finnst þær. En auðvitað spillir ekkert fyrir að þær innihalda engan viðbættan sykur og eru gerðar úr hundrað prósent náttúruleg efnum,“ segir Garðar.

Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD með súkkulaðismyrjuna frægu sem er …
Garðar Stefánsson forstjóri GOOD GOOD með súkkulaðismyrjuna frægu sem er að slá í gegn í Bandaríkjunum þessa dagana. Samsett mynd

Barrymore tók bragðpróf í spjallþætti sínum

Súkkulaðismyrjan frá Good Good var nú í apríl tekin í bragðpróf í beinni útsendingu vinsælum spjallþætti leikkonurnar Drew Barrymore og sló þar í gegn. Sagðist þáttastjórnandi Barrymore meðal annars frekar vilja þessa smyrju en hinn fræga franska keppinaut og drottningu súkkulaðismyrjanna. Hægt er að sjá þáttinn hér.

Náttúruleg innihaldsefni án viðbætts sykurs

GOOD GOOD var stofnað árið 2015 og byggir á íslensku hugviti, þekkingu, hönnun og markaðsstarfi. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á matvælum með náttúrulegum innihaldsefnum án viðbætts sykurs. Vörur fyrirtækisins fást í rúmlega 10.000 verslunum í 28 löndum, þar af í 1.000 Walmart verslunum.

GOOD GOOD er með breiða vörulínu sem samanstendur af sultum, hnetu- og súkkulaðismyrjum, sætuefnum, stevíu dropum, sírópi, bökunarvörum og ketostöngum.

Öll vöruþróun, sölu og markaðsstarf, stýring aðfangakeðjunnar og gæðamál fara fram á Íslandi. Framleiðslan fer fram í Hollandi og Belgíu og er vörunum dreift í gegnum vöruhús fyrirtækisins í Tilburg í Hollandi, Illinois og Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, Liverpool í Englandi og Ontario í Kanada. Alls starfa sautján starfsmenn hjá GOOD GOOD. Tíu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík og sjö í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert