Fær sér prótein-ostaköku í morgunmat

TikTok-stjarnan Gracie Norton elskar að byrja daginn sinn á próteinríkri …
TikTok-stjarnan Gracie Norton elskar að byrja daginn sinn á próteinríkri máltíð. Samsett mynd

TikTok-stjarnan Gracie Norton hefur vakið athygli fyrir að deila heilsu- og lífstílstengdu efni á miðlum sínum. Hún er dugleg að deila einföldum, næringarríkum og ljúffengum uppskriftum með fylgjendum sínum og deildi nýverið uppskrift að prótein-ostaköku sem hún fær sér reglulega í morgunmat. 

Ostakakan er stútfull af próteini, en í einum skammti eru hvorki meira né minna en 48 grömm af próteini. Norton segir að það að fá sér morgunmat sem inniheldur nóg af próteini sé eitt það besta sem hún hafi gert fyrir heilsuna sína.

Prótein-ostakaka sem kitlar bragðlaukana

Hráefni:

Prótein-ostakaka fyrir einn:

 • 1/2 bolli kotasæla
 • 1 skeið próteinduft
 • 2 tsk hreint hlynsýróp
 • 1 tsk kókosolía
 • 1 egg

Heimagerð bláberjasulta:

 • 1/2 bolli frosin eða fersk bláber (eða ber að eigin vali)
 • 1 msk chia-fræ
 • 1 msk hreint hlynsýróp 

Aðferð:

 1. Hitaðu ofninn á 190°C. 
 2. Settu kotasælu, próteinduft, hlynsýróp, kókosolíu og egg í matvinnsluvél eða blandara og blandaðu vel saman.
 3. Þegar áferðin á blöndunni er orðin silkimjúk er henni hellt í lítið eldfast mót og sett inn í ofn í 20 mínútur. 
 4. Á meðan ostakakan bakast er heimagerð bláberjasulta útbúin. 
 5. Settu bláber, chia-fræ og hlynsýróp á pönnu eða í pott og hitaðu á lágum hita þar til blandan er farin að líkjast sultu. 
 6. Þegar ostakakan er tilbúin er hún toppuð með heimagerðri bláberjasultu. Þeir sem vilja taka uppskriftina einu skrefi lengra geta toppað hana með þeyttum rjóma, hnetusmjöri eða ferskum berjum.
@gracie_norton these protein cheesecake cups taste like heaven!! i dont have eggs or dairy too often so i dont make this on a daily basis but i LOVE to have it when i want to mix it up 🩵 #breakfast #easyrecipes #recipes #healthyhabits ♬ what was I made for? - Instrumental - Wheeler
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert