Nýjungar fyrir fermingarveislurnar

Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups segir að viðtökurnar …
Eva Laufey Kjaran markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups segir að viðtökurnar við veisluþjónustu Hagkaups hafi farið fram úr þeirra björtustu vonum. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Síðastliðið sumar kynnti Hagkaup til leiks Veislurétti sem er veisluþjónusta á þeirra vegum þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af bragðmiklum og góm­sætum veislu­réttum fyrir öll tilefni. Veislu­bakk­ar Veislu­rétta sam­an­standa af ljúf­feng­um smá­bit­um sem henta beint á veislu­borðið. Þessi nýja viðbót við flór­una sem Hag­kaup býður viðskipta­vin­um sín­um upp á hefur hlotið góðar undirtektir og mikil ánægjan er meðal viðskiptavina með fyrirkomulagið.

Kynna nýjungar til leiks

„Viðtökurnar við veisluþjónustunni hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og veislubakkarnir hafa streymt út. Við vorum að kynna til leiks nýjungar á seðlinum okkar sem við erum mjög stolt af og eru kærkomnar við flóruna sem nú þegar eru í boði. Við eigum ekki von á öðru nýjungarnar eigi eftir að slá í gegn. Þar má nefna mini-borgara með nautakjöti og pull porks, tacos, dumplings og æðislega eftirréttabakka sem innihalda meðal annars kransakökubita, blandaða sæta bita, makkarónur og fleira,“ segir Eva Laufey Kjaran markaðs- ogupplifunarstjóri Hagkaups.

Samsett mynd

Meðal þeirra kræsingar sem hafa verið í boðið eru hjá Veisluréttum er fjölbreytt úrval af smur­brauði, salötum, vefj­u, sus­hi og síðan er boðið upp á kjúklingaspjót, tempura rækjur, vorrúllur, sætir bitar og ávaxtafantasíur svo fátt sé nefnt svo framboðið hefur stór aukist. „Mikil metnaður er í lagður í að framreiða bakkana fallega fram, hafa þá stílhreina og það sem á þeim er fangi augu og munn. Viðskiptavinir geta því sett bakkana beint á veisluborðið án fyrirhafnar. Við höfum fundið fyrir því að þetta fyrirkomulag fellur vel í kramið og við erum afar þakklát fyrir þeim góðum viðtökum sem höfum fengið á veisluþjónustunni okkar Veisluréttum,“ segir Eva Laufey og horfi björtum augum til framtíðarinnar.

Auka sunnudagsopnun yfir fermingartímabilið

Nú þegar fermingatímabilið er komin á fullt finnum við fyrir mikilli aukningu á pöntunum og okkur hefur tekist vel til að bregðast við.  Við höfum tekið þá ákvörðun að opna fyrir pantanir á sunnudögum meðan á fermingartímabilinu stendur, sem sagt bjóða viðskiptavinum að sækja nýjar brakandi veislubakka til okkar á sunnudögum þetta tímabil til að bregðast við eftirspurn frá viðskiptavinum,“ segir Eva Laufey jafnframt.

„Við munum halda áfram að þróa þjónustuna sem við erum að bjóða upp á og gerum okkar besta til að koma til móts við óskir og þarfir viðskipta vina og auðvelda þeim lífið þegar góða veislu skal gjöra,“ segir Eva Laufey að lokum.

Hægt er að skoða nýjungarnar hér.

Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Ljósmynd/Berglind Guðmunds
Ljósmynd/Blik Studíó
Ljósmynd/Bliks Studió
Ljósmynd/Bliks Studió
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert