30 ára afmæli danskra daga fagnað

Danskir dagar hefjast í Hagkaup í dag með pomp og …
Danskir dagar hefjast í Hagkaup í dag með pomp og prakt. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri segir spennu ríkja fyrir dögunum og hlakkar til að taka á móti viðskiptavinum. Samsett mynd

Danskir dagar hefjast í dag, fimmtudag og standa fram til 28. apríl næstkomandi og í boðið verða spennandi vörur ásamt skemmtilegum viðburðum. Meðal annars verður boðið upp á matreiðslunámskeið þar sem kennt verður að búa til ekta danskt smørrebrød sem hefur ávallt notið mikilla hér á landi. Vinsælar danskar sælkeravörur verða í boði sem eiga án efa eftir freista margra.

„Það eru fáar þjóðir sem tengjast okkur eins mikið og Danir sem er skiljanlegt í ljósi sögunnar. Við þekkjum því vel allt sem er danskt og elskum það. Við erum að fagna 30 ára afmæli danskra daga í Hagkaup þetta ári en fyrstu dönsku dagarnir voru haldnir 1994. Þetta hafa verið gríðarlega vinsælir þemadagar þar sem viðskiptavinir hafa rifjað upp gamla tíma með ýmsum spennandi vörum sem við sjáum ekki alla daga. Við tökum því spennt á móti viðskiptavinum okkar þessa dagana og vonum að allir finni eitthvað spennandi til að taka með sér heim,“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

Danska smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda hjá landsmönnum.
Danska smurbrauðið nýtur ávallt mikilla vinsælda hjá landsmönnum. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Ekta danskt smørrebrød, pølser og svínarif

Eins og venja er verður boðið upp á úrval af gómsætum gæðavörum frá Danmörku á meðan hátíðinni stendur, ekta danskt smørrebrød, pølser, svínarif, steikur, salöt, osta og spægipylsur, alls konar danskt sælgæti og margt fleira, að ógleymdu danska sætabrauðinu.

Í dag fimmtudag, 18. apríl verður boðið upp á afmælisveislu sælgætisrisans TOMS í Hagkaup Skeifunni frá klukkan 15:00 þar sem boðið verður upp á afmælisköku ásamt því að Toms lukkuhjól verður á staðnum og þar er sannarlega til mikils að vinna. Allir velkomnir og snillingarnir frá Toms taka vel á móti gestum og gangandi.

Mikið var um dýrðir á dönskum dögum í fyrra og …
Mikið var um dýrðir á dönskum dögum í fyrra og það verður líka í ár. Ljósmynd/Rakel Ósk Sigurðardóttir

Brot af því besta frá GOSH

Mánudaginn 22. apríl næstkomandi verður boðið upp á förðunarnámskeið í samstarfi við GOSH Copenhagen í Hagkaup Smáralind klukkan 19:15. Danskt sumarkvöld þar sem boðið verður upp á förðunarkennslu með Söru Björk Þorsteinsdóttur. Sara mun fara yfir vinsælustu förðunartrendin fyrir sumarið ásamt því að kynna brot af því besta af dönsku vörunum sem GOSH hefur upp á að bjóða.

Helga Gabríela framreiðir dönsk smurbrauð

Þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi verður svo matreiðslunámskeið í Hagkaup Smáralind klukkan 18:00. Þar mun meistarakokkurinn og matgæðingurinn Helga Gabríela kenna gestum að framreiða gómsæt og girnileg dönsk smurbrauð. Allir eru hjartanlega velkomnir á námskeiðin og skráning fer fram fram á vefsíðu Hagkaups. Námskeiðin eru í boði Hagkaups og því gjaldfrjáls.

Helga Gabríela meistarakokkur og matgæðingur mun framreiða dönsk smurbrauð og …
Helga Gabríela meistarakokkur og matgæðingur mun framreiða dönsk smurbrauð og kenna gestum listina. Samsett mynd
Fáir þjóðir hafa tengst okkur jafn mikið og Danir og …
Fáir þjóðir hafa tengst okkur jafn mikið og Danir og Íslendingar hafa haldið í margar matarhefðir sem eiga sér rætur frá Danmörku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert