Stjörnur sem þú vissir ekki að hafa hlaupið maraþon

Átt þú betri tíma í maraþoni en þessar stjörnur?
Átt þú betri tíma í maraþoni en þessar stjörnur? Samsett mynd

Sannkallað hlaupaæði ríkir um þessar mundir og fjölmargir í fullum snúningi að undirbúa sig undir maraþon og aðrar keppnir í sumar. 

Margir setja sér það markmið að hlaupa að minnsta kosti eitt maraþon yfir ævina til að sanna fyrir sjálfum sér að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi – þar á meðal eru fjölmargar frægar Hollywood-stjörnur.

Smartland tók saman lista yfir 20 stórstjörnur sem margir vita ekki að hafa hlaupið heilt maraþon – og sumar þeirra eiga flottan tíma!

Alicia Keys – 05:50:52

Tónlistarkonan Alicia Keys tók þátt í New York-maraþoninu árið 2015 og kláraði á fimm klukkustundum, 20 mínútum og 52 sekúndum. 

Alicia Keys tók þátt í maraþoni í New York-borg árið …
Alicia Keys tók þátt í maraþoni í New York-borg árið 2015. AFP

Gordon Ramsey – 03:30:37

Íslandsvinurinn og sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey tók þátt í Lundúna-maraþoninu árið 2004 og hljóp það á þremur klukkustundum, 30 mínútum og 37 sekúndum. 

Gordon Ramsey á ansi flottan tíma í marþoni.
Gordon Ramsey á ansi flottan tíma í marþoni. AFP

Pamela Anderson – 05:41:02

Leikkonan Pamela Anderson tók þátt í New York-maraþoninu árið 2013 og lauk við það á fimm klukkustundum, 41 mínútu og tveimur sekúndum. 

Pamela Anderson hljóp maraþon árið 2013.
Pamela Anderson hljóp maraþon árið 2013. JON KOPALOFF

Teri Hatcher – 05:06:42

Leikkonan Teri Hatcher hljóp maraþon í New York-borg árið 2014 á fimm klukkustundum, sex mínútum og 42 sekúndum. 

Teri Hatcher tók þátt í New York-maraþoninu árið 2014.
Teri Hatcher tók þátt í New York-maraþoninu árið 2014. KEVORK DJANSEZIAN

Pippa Middleton – 03:56:33

Pippa Middleton tók þátt í Safaricom Lewa-maraþoninu í Kenýa árið 2015 og lauk því á þremur klukkustundum, 56 mínútum og 33 sekúndum. 

Pippa Middleton tók þátt í maraþoni i Kenýa.
Pippa Middleton tók þátt í maraþoni i Kenýa. AFP

Will Ferrell – 03:56:12

Leikarinn Will Ferrell náði sínum besta maraþontíma árið 2003 í Boston-maraþoninu þegar hann hljóp það á þremur klukkustundum, 56 mínútum og 12 sekúndum. Hann hafði þá tekið þátt í tveimur maraþonum – annars vegar í New York-borg árið 2001 og hins vega í Stokkhólmi árið 2002.

Maraþonið í Boston var þriðja maraþon Will Ferrells á þremur …
Maraþonið í Boston var þriðja maraþon Will Ferrells á þremur árum. AFP

Ryan Reynolds – 03:50:22

Leikarin Ryan Reynolds tók þátt í New York-maraþoninu árið 2008 og kláraði á þremur klukkustundum, 50 mínútum og 22 sekúndum. 

Ryan Reynolds ásamt eiginkonu sinni, leikonunni Blake Lively.
Ryan Reynolds ásamt eiginkonu sinni, leikonunni Blake Lively. AFP / ANGELA WEISS

Uzo Aduba –05:01

Leikkonan Uzo Aduba hefur hlaupið tvö maraþon. Hennar besti tími var í Boston-maraþoninu árið 2015, en þá hljóp hún á fimm klukkustundum og einni mínútu. Árið 2019 tók hún svo þátt í New York-maraþoninu, en þá hljóp hún á sjö klukkustundum og 40 mínútum. 

Leikkonan Uzo Aduba hefur tvisvar hlaupið maraþon.
Leikkonan Uzo Aduba hefur tvisvar hlaupið maraþon. AFP

George W. Bush – 03:44:52

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, tók þátt í Houston-maraþoninu árið 1993 og kom í mark eftir þrjár klukkustundir, 44 mínútur og 52 sekúndur. 

George W. Bush hljóp maraþon árið 1993.
George W. Bush hljóp maraþon árið 1993. AFP

Oprah Winfrey – 04:29:20

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey tók þátt í Marine Corps-maraþoninu árið 1994 og kláraði það á fjórum klukkustundum, 29 mínútum og 20 sekúndum. 

Oprah Winfrey hljóp maraþon árið 1994.
Oprah Winfrey hljóp maraþon árið 1994. mbl.is/AFP

Tyler Cameron – 04:39:54

Bachelorette-stjarnan Tyler Cameron hefur hlaupið þrjú maraþon. Hans besti tími var í New York-maraþoninu árið 2019, en það hljóp hann á fjórum klukkustundum, 39 mínútum og 54 sekúndum. Árið 2021 tók hann svo þátt í tveimur maraþonum, fyrst í Chicago maraþoninu og minna en mánuði síðar í New York-maraþoninu þar sem tíminn hans var fimm klukkustundir, tvær mínútur og 16 sekúndur.

Tyler Cameron er að margra mati einn heitasti piparsveinn sögunnar.
Tyler Cameron er að margra mati einn heitasti piparsveinn sögunnar. Skjáskot/Instagram

Katie Holmes – 05:29:58

Leikkonan Katie Holmes tók þátt í New York-maraþoninu árið 2007 og kom í mark eftir fimm klukkustundir, 29 mínútur og 58 sekúndur.

Katie Holmes hljóp maraþon árið 2007.
Katie Holmes hljóp maraþon árið 2007. AFP

Kevin Hart – 04:05:06

Leikarinn og grínistinn Kevin Hart hefur hlaupið tvö maraþon. Fyrst í New york-borg árið 2017 á fjórum klukkustundum, fimm mínútum og sex sekúndum, og síðar í Chicago árið 2018 á fjórum klukkustundum og 13 mínútum.

Kevin Hart hljóp fyrsta maraþonið sitt árið 2017.
Kevin Hart hljóp fyrsta maraþonið sitt árið 2017. AFP

Aston Kutcher – 03:54:01

Leikarinn Aston Kutcher hljóp New York-maraþonið árið 2022 á undir fjórum klukkustundum sem telst vera ansi góður tími í maraþoni. 

Ashton Kutcher ásamt eiginkonu sinni, Milu Kunis.
Ashton Kutcher ásamt eiginkonu sinni, Milu Kunis. AFP

Tayshia Adams – 04:40:24

Bachelorette-stjarnan Tayshia Adams hljóp New York-maraþonið með þáverandi unnusta sínum Zac Clark, en þau komu saman í mark á fjórum klukkustundum, 40 mínútum og 24 sekúndum. 

Bachelorette-stjarnan hljóp maraþon árið 2021.
Bachelorette-stjarnan hljóp maraþon árið 2021. Skjáskot/Instagram

Diplo – 03:55:16

Tónlistarmaðurinn Diplo hljóp Los Angeles-maraþonið árið 2023, en eina markmið hans var að bæta tíma Opruh Winfrey frá árinu 1994 og gerði hann gott betur en það og braut fjögurra klukkustunda múrinn. 

Diplo hljóp maraþon árið 2023 á undir fjórum klukkustundum.
Diplo hljóp maraþon árið 2023 á undir fjórum klukkustundum. ETHAN MILLER

 Natalie Dormer – 03:50:57

Leikkonan Natalie Domer braut líka fjögurra klukkustunda múrinn þegar hún hljóp Lundúna-maraþonið árið 2014 á þremur klukkustundum, 50 mínútum og 57 sekúndum. Tveimur árum síðar hljóp hún maraþonið aftur en þá var hún 24 sekúndum lengur, eða þrjár klukkustundir, 51 mínútu og 21 sekúndu. 

Leikkonan Natalie Dormer hefur tvisvar hlaupið maraþon á undir fjórum …
Leikkonan Natalie Dormer hefur tvisvar hlaupið maraþon á undir fjórum klukkustundum. CHRIS RATCLIFFE

Matt James – 03:46:45

Bachelor-stjarnan Matt James tók þátt í New York-maraþoninu árið 2021 og hljóp það á fimm klukkustundum, tveimur mínútum og 23 sekúndum. Hann tók svo aftur þátt ári síðar og bætti tímann sinn gífurlega, en þá hljóp hann á þremur klukkustundum, 46 mínútum og 45 sekúndum. 

Matt James bætti tímann sinn gífurlega á milli ára.
Matt James bætti tímann sinn gífurlega á milli ára. Skjáskot/Instagram

Karlie Kloss – 04:14:49

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss tók þátt í New York-maraþoninu árið 2017 og kláraði á fjórum klukkustundum, 14 mínútum og 49 sekúndum. 

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss hljóp maraþon árið 2017.
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss hljóp maraþon árið 2017. AFP

Mario Lopez – 04:23:29

Sjónvarpsstjarnan Mario Lpex tók þátt í New York-maraþoninu árið 2011 og hljóp það á fjórum klukkustundum, 23 mínútum og 29 sekúndum. 

Mario Lopez tók þátt í New York-maraþoninu árið 2011.
Mario Lopez tók þátt í New York-maraþoninu árið 2011. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál