„Lífið er gott og ég meina það“

Sunna Dóra Möller lenti í erfiðri lífsreynslu fyrir ári síðan.
Sunna Dóra Möller lenti í erfiðri lífsreynslu fyrir ári síðan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Litlu mátti muna að Sunna Dóra Möller, fráfarandi prestur við Digranes- og Hjallakirkju í Kópavogi, kveddi þetta líf fyrir fullt og allt í maí á síðasta ári. Í viðtali í Smartlandsblaði Morgunblaðsins sem fylgir blaðinu í dag segir Sunna Dóra frá því hvernig hún reyndi að svipta sig lífi en var bjargað.

„Ég var á mjög vondum stað og sá enga aðra leið út. Þetta kom gjörsamlega aftan að mér. Ég veit að í einhverjum tilfellum er fólk búið að gera upp hug sinn en hjá mér var þetta stundarbrjálæði og hugrof. Áföllin mín höfðu safnast saman, óuppgerð, og það var eins og þau hefðu ákveðið að nú væri nóg komið,“ segir Sunna Dóra.

Í kjölfar þessa hefur hún unnið úr áföllunum og kveðst vera á mun betri stað en áður. Hún er þakklát fyrir að vera á lífi. „Ég er mjög lánsöm. Lífið er gott og ég meina það. Ég er hamingjusöm og guðslifandi fegin. Ég hef verið í meðferð hjá þunglyndis- og kvíðateymi Landspítalans síðustu mánuði og fengið mikla, góða og þarfa hjálp.“ 

Lesa má meira um málið í Smartlandsblaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál