Gagnrýndi tvo leikmenn Liverpool harðlega

Mo Salah átti ekki sinn besta dag í gær.
Mo Salah átti ekki sinn besta dag í gær. AFP/Paul Ellis

Titilvonir Liverpool minnkuðu til muna er liðið tapaði fyrir grönnunum í Everton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi, 2:0.

Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur á Sky Sports, var allt annað en sáttur við tvo sóknarmenn Liverpool. Darwin Núnez fór illa með gott færi í fyrri hálfleik og Mo Salah átti ekki gott kvöld.

„Færið sem Núnez klikkaði á er ófyrirgefanlegt. Þetta er ekki ásættanlegt þegar þú ert í titilbaráttu,“ sagði Carragher og var ómyrkur í máli þegar hann ræddi um Salah.

„Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér stóran hluta tímabils, sérstaklega eftir að hann kom til baka eftir meiðsli. Hann er goðsögn hjá Liverpool en hefur verið langt frá sínu besta,“ sagði Carragher.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert