Sonur Atla og Önnu kominn í heiminn

Atli Bjarnason og Anna Bergmann eignuðust sitt annað barn saman.
Atli Bjarnason og Anna Bergmann eignuðust sitt annað barn saman. Skjáskot/Instagram

Atli Bjarnason, stofnandi og eigandi Nóbel námsbúða, og Anna Bergmann markaðsstjóri eignuðust son þann 5. apríl síðastliðinn. 

Drengurinn er annað barn Atla og Önnu saman, en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman, hann Mána, þann 24. janúar 2022 og átti Atli fyrir tvö börn, þau Breka og Sunnu.

Fjölskyldan fullkomnuð

Atli og Anna tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram þar sem þau birtu fallega mynd af syni sínum. „Og hér með er fjölskyldan okkar fullkomnuð. Þessi dásamlega viðbót kom í heiminn 05.04.24 kl. 17:21. Við hlökkum til að kynnast þessum væra, góða og yndisfagra prins og kynna hann fyrir restinni af fjölskyldunni,“ skrifuðu þau við myndina. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert