Gengin 8 mánuði á leið og tekur 135 kíló í réttstöðulyftu

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er í ótrúlegu formi!
Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er í ótrúlegu formi! Samsett mynd

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir er ófrísk að sínu öðru barni og hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum fyrir æfingamyndbönd sem hún hefur birt á undanförnum mánuðum þar sem hún framkvæmir ótrúlegar fimleika- og crossfit-æfingar með óléttukúluna. 

Annie Mist er í ótrúlegu formi og hefur meðal annars birt myndbönd af sér að taka handstöðuarmbeygjur gengin sex mánuði á leið og að fara í handahlaup gengin sjö mánuði á leið. Þar að auki hefur hún birt myndbönd af sér taka upphífingar, labba á höndum, taka crossfit-lyftur með stöng og margt fleira. 

Á dögunum birti hún myndband af sér að taka réttstöðulyftu með stöng, en Annie Mist er gengin átta mánuði á leið og gerði sér lítið fyrir og tók 135 kíló í réttstöðulyftu. 

Nóg um að vera hjá fjölskyldunni

Annie Mist og Frederik greindu frá því að þau ættu von á öðru barni í október síðastliðnum, en fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem kom í heiminn árið 2020.

Það hefur verið nóg um að vera hjá fjölskyldunni síðustu mánuði, en Smartland greindi frá því síðasta vor að Annie Mist og Frederik hefðu fest kaup á 271 fm fokheldu húsi í Garðabæ þar sem mun fara vel um fjölskylduna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert