Drew Barrymore á geggjað bleikt eldhús

Hollywood leikkonan Drew Barrymore á bleikt eldhús.
Hollywood leikkonan Drew Barrymore á bleikt eldhús. mbl.is/A Katz

Hún er jafn litrík og lífsglöð með val á eldhúsinnréttingu eins og hún sjálf er. Því eldhús Drew Barrymore er fagurt og bleikt.

Drew hefur valið ljósbleikt eldhús frá toppi til táar, og ferskjulitað veggfóður sem tónar fullkomlega vel við nýútkomnu bókina hennar „Rebel Homemaker”, sem er bleik að lit. Bókin inniheldur 36 uppskriftir sem unnar voru í samvinnu við kokkinn Pilar Valdes ásamt samansafni af upplýsingum um mataræði, heilsu og andlega líðan Drew sjálfrar. Það væri sannarlega gaman að fá að glugga í bókina sem er fáanleg HÉR.

Vis dette opslag på Instagram

Et opslag delt af Drew Barrymore (@drewbarrymore)

Drew Barrymore gaf nýverið út matreiðslubók.
Drew Barrymore gaf nýverið út matreiðslubók. mbl.is/Amazon
mbl.is