Það sem stórstjörnurnar elska að borða

Það er misjafnt hvað stjörnunum þykir gott að borða.
Það er misjafnt hvað stjörnunum þykir gott að borða. Samsett mynd

Fræga og ríka fólkið í Hollywood þarf að næra sig eins og við hin. Sú hugmynd sem mörg okkar hafa að það fólk lifi einungis á kampavíni og kavíar er fjarri lagi. Stórstjörnurnar eru í grunninn venjulegt fólk sem elskar að borða hefðbundinn og einfaldan mat. Hér fáum við innsýn inn í eftirlætis fæðutegundir stjarnanna. 

Simon Cowell 

Hæfileikadómarinn Simon Cowell.
Hæfileikadómarinn Simon Cowell. AFP

Kjúklinga- og kalkúnakjöt er eitthvað sem hæfileikadómarinn Simon Cowell borðar reglulega.

Harry Styles 

Söngvarinn Harry Styles.
Söngvarinn Harry Styles. AFP

Mexíkóskur matur er söngvaranum Harry Styles að skapi.

Mila Kunis 

Leikkonan Mila Kunis.
Leikkonan Mila Kunis. AFP

Leikkonan Mila Kunis byrjar alla morgna á kaffibolla en þegar hún hefur komið börnum sínum í skólann elskar hún að fá sér ristað brauð með avókadó í morgunmat.

Scarlett Johansson

Leikkonan Scarlett Johansson.
Leikkonan Scarlett Johansson. AFP

Buffaló kjúklingavængir eru ómissandi í lífi leikkonunnar Scarlett Johansson. Hún setur það ekki fyrir sig hversu subbulegt það getur verið að borða slíkan mat.

Jennifer Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston.
Leikkonan Jennifer Aniston. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston nýtur þess að gæða sér á nachos-flögum við öll tilefni.

Selena Gomez

Leik- og söngkonan Selena Gomez.
Leik- og söngkonan Selena Gomez. AFP

Söng- og leikkonan Selena Gomez er ein þeirra sem kann að meta súru gúrkurnar sem iðulega eru settar á hamborgara þar ytra. Hún segist elska súrar gúrkur.

Katy Perry

American Idol-dómarinn Katy Perry.
American Idol-dómarinn Katy Perry. Skjáskot/Instagram

Sveppir eru óumdeildir í lífi söngkonunnar og hæfileikadómarans Katy Perry. Hún myndi setja sveppi á allan mat ef hún gæti.

Jennifer Garner 

Leikkonan Jennifer Garner.
Leikkonan Jennifer Garner. AFP

Leikkonan Jennifer Garner er mikill pítsuunnandi. Pítsusneið að hennar skapi inniheldur mikið af klettasalati og sneiðarnar brýtur hún saman til helminga og borðar eins og samloku.

John Legend

Tónlistarmaðurinn John Legend.
Tónlistarmaðurinn John Legend. AFP

Djúpsteiktur kjúklingur kitlar bragðlaukana hjá tónlistarmanninum John Legend.

Justin Bieber

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber.
Tónlistarmaðurinn Justin Bieber. AFP/Angela Weiss

Söngvarinn Justin Bieber kann vel að meta pasta.

Gigi Hadid

Fyrirsætan Gigi Hadid.
Fyrirsætan Gigi Hadid. AFP

Hinn klassíski hamborgari er eitt af því sem fyrirsætan Gigi Hadid elskar að setja ofan í sig. 

Kylie Jenner

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner.
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner. AFP

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er dugleg að borða hollt og líkar henni sérstaklega vel við að borða sætar kartöflur.

Catherine Zeta Jones

Breska leikkonan Catherine Zeta-Jones.
Breska leikkonan Catherine Zeta-Jones. AFP/JUSTIN TALLIS

Leikkonan Catherine Zeta Jones segist alltaf laðast að salati og hefur hún tileinkað sér að borða mikið af grænmeti og ávöxtum. Hennar uppáhald er því ávaxtasalat.

mbl.is