Fyrrverandi ráðherrar flykktust í pylsuveislu Katrínar

Hlýtt var á Akureyri í dag þegar Katrín bauð í …
Hlýtt var á Akureyri í dag þegar Katrín bauð í pylsur og pönnukökur. mbl.is/Þorgeir

Hátt í 500 manns lögðu leið sína á ráðhústorgið á Akureyri í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi hélt svokallaða fjölskylduhátíð.

Bauð hún í pylsur og pönnukökur fyrir utan kosningamiðstöð sína við Brekkugötu á Akureyri.

Í bænum var 17 stiga hiti í dag, þó skýjað að mestu en það glitti í sólina seinni partinn. Séra Hildur Eir Bolladóttir stýrði dagskrá og Hjörleifur Hjartarson, tónlistamaður og rithöfundur, flutti kveðskap og tónlistaratriði.

Fyrrverandi ráðherrar flykktust á staðinn. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra Framsóknar, létu sig ekki vanta í pylsur og pönnukökur. 

Á viðburðinum voru til sölu bolir og húfur merktar „K“ fyrir Katrínu.

Eins og sést var nóg til af pyslum.
Eins og sést var nóg til af pyslum. mbl.is/Þorgeir
Hallur Hallsson, Kristján Þór Júlíusson, Hulda Sif Hermannsdóttir og Dýrleif …
Hallur Hallsson, Kristján Þór Júlíusson, Hulda Sif Hermannsdóttir og Dýrleif Skjóldal. mbl.is/Þorgeir
Kristján Þór með tómt pylsubrauð.
Kristján Þór með tómt pylsubrauð. mbl.is/Þorgeir
Katrín með Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra.
Katrín með Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra. mbl.is/Þorgeir
Hjörleifur Hjartarson, tónlistamaður og rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi.
Hjörleifur Hjartarson, tónlistamaður og rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert