Halla Tómasdóttir í öðru sæti

Halla Tómasdóttir hefur verið í leiftursókn undanfarnar vikur.
Halla Tómasdóttir hefur verið í leiftursókn undanfarnar vikur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Tómasdóttur forsetaframbjóðandi situr nú í öðru sæti í nýrri skoðanakönnun. Marktækur munur er milli fylgis Höllu og Katrínar Jakobsdóttur, sem gnæfir nú yfir öðrum frambjóðendum.

Katrín mælist með 25,7% fylgi, samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem Stöð 2 kynnti í kvöldfréttum sínum fyrir stundu.

Á meðan hefur leiftursókn Höllu sent hana upp í annað sætið, með 18,6%. Þó er ekki marktækur munur á Höllu Tómasdóttur, Baldri Þórhallssyni, með 18,2%, og Höllu Hrund Logadóttur, 16,6%. Þau deila í raun öðru sætinu. 

Jón Gnarr er í fjórða sæti með 12,4% fylgi og fylgir þar á eftir Arnar 5,4% fylgi. Hinir frambjóðendurnir eru samanlagt með 3,1%.

Eins og greint var frá í morgun þykir Halla Tóm­as­dótt­ir hafa staðið sig best í umræðunni í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna, samkvæmt nýj­um Þjóðar­púlsi Gallup.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert