Þjóðinni líst best á Baldur og Höllu T.

Baldur Þórhallson á forsetafundi Morgunblaðsins á Selfossi.
Baldur Þórhallson á forsetafundi Morgunblaðsins á Selfossi. mbl.is/Brynjólfur Löve

60% þjóðarinnar líst vel á Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Yfirgnæfandi meirihluta líst illa á Ástþór Magnússon. 

59% svarenda sögðust þá lítast vel á Höllu Tómasdóttur og færri leist illa á hana en Baldur. 

Maskína greinir frá þessu í tilkynningu á vef sínum en könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu. Alls voru svarendur 1.233. Þátttakendur voru spurðir hversu vel eða illa þeim leist á frambjóðendur.

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín leiðir í könnunum

55% líst vel á Höllu Hrund Logadóttur en aðeins 46% líst vel á Katrínu Jakobsdóttur.

Þrátt fyrir það leiðir Katrín kannanir þegar spurt er um hvaða frambjóðendur þátttakendur hyggist kjósa, en samkvæmt nýjust könnun er hún með 22,1% fylg­is. 

Baldur er aftur á móti með 18,2% fylgis í þeirri könnun og Halla Tóm­as­dótt­ir með 16,2%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert